Persónuverndarstefna þessi tók gildi 12. maí 2020

Í stuttu máli

Laugarásbíó safnar, nýtir og vinnur með persónuupplýsingar til að bæta upplifun og aðgengi viðskiptavina að efni og upplýsingum. Laugarásbíó gætir að vernd persónuupplýsinga viðskiptavina og friðhelgi einkalífs þeirra.

Laugarásbíó leggur áherslu á að öll söfnun, nýting og vinnsla persónuupplýsinga sé samkvæmt lögum og í löglegum tilgangi.

 

Almennt um meðferð persónuupplýsinga

Laugarásbíó vinnur að persónuvernd og öryggi gagna tengdum sem fyrirtækið meðhöndlar. Okkur er umhugað um rétt til einkalífs og leggjum okkur fram um að meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við gildandi lög. Persónuverndarstefna okkar nær til þess í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er meðhöndlaðar og af hverju þeim er safnað. Markmið okkar er að starfsfólk, viðskiptavinir og aðrir séu ávallt upplýstir um söfnun og vinnslu persónuupplýsinga af hálfu Laugarásbíó.

Laugarásbíó kt. 610593-3059, Laugarási, 104 Reykjavík einnig nefnt Laugarásbíó í þessu skjali safnar og vinnur með persónuupplýsingar sem safnað hefur verið sem ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili.

 

Kaup á bíómiðum hjá Laugarásbíó

Við miðakaup á heimasíðu okkar www.laugarasbio.is söfnum við eftirfarandi persónuupplýsingum:

Nafn, tölvupóstur, símanúmer, upplýsingum frá greiðslugátt greiðslukortafyrirtækja og upplýsingum viðskiptin. Athygli er vakin á því að upplýsingar frá greiðslukortafyrirtækjum sem reka greiðslugáttir innihalda ekki upplýsingar sem hægt er að nota til að framkvæma nýjar greiðslur eða skuldfærslur.

Í við Laugarásbíó eru öryggismyndavélar og upptökukerfi þar sem viðskiptavinir geta komið fram á myndefni. Tilgangur kerfisins er að gæta öryggis- einstaklinga og eigna, og þannig að gæta hagsmuna viðskiptavina, starfsmanna eða Laugarásbíó.

Engum persónugreinanlegum upplýsingum er safnað við vörukaup í miðasölu, veitingasölu eða sjálfsölum bíóanna.

Með því að heimsækja heimasíðu Laugarásbíó www.laugarasbio.is geta upplýsingar eins og IP-tala eða annað auðkenni tölvu, stýrikerfis og netvafra, hvaða vefsíður voru skoðaðar, tímasetningar o.þ.h. verið skráðar en Laugarásbíó hefur ekki aðgang að persónugreinanlegum upplýsingum þeirra sem heimsækja síðuna.

Á heimasíðu okkar eru notaðar vefkökur til að mæla notkun og öðlast betri skilning á notkun og upplifun notenda á síðunni. Vafrakökur eru nýttar til að bæta upplifun notenda. Netvafrar leyfa flestir vefkökur en athygli er vakin á því að notendur geta stillt flesta vafra með þeim hætti að þeir taki á móti kökum eða vekja athygli á því í hvert skipti sem vefkökur bjóðast og gera notanda mögulegt að samþykkja eða hafna notkun þeirra.

Í þeim tilfellum sem haft er samband við Laugarásbíó í gegnum síma, tölvupóst eða skráningarform á heimasíðunni www.laugarasbio.is geta upplýsingar um þau samskipti verið vistuð. Þessum upplýsingum er ekki safnað sérstaklega og er reglulega eytt, nema önnur lög koma í veg fyrir að þeim gögnum sé eytt eða breytt (t.d. lög um bókhald).

Laugarásbíó kemur ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila, nema að undangengnu samþykki og ákvæði samning.

Með því að viðskiptavinur eða aðrir aðilar skrá þig á póstlista hjá Laugarásbíó jafngildir það samþykki um að fá sendar tilkynningar og aðrar upplýsingar um viðburði á vegum Laugarásbíó. Með skráningu á póstlista samþykkir notandi skilmála og persónuverndarstefnu.

Persónuverndarstefnan Laugarásbíó er endurskoðuð reglulega og áskiljum við okkur rétt til að breyta henni hvenær sem er og án fyrirvara. Útgáfur eru auðkenndar með þeim degi sem þær taka gildi. Allar fyrirspurnir er varða persónuvernd skal senda á netfangið laugarasbio@laugarasbio.is

 

Kaup á bíómiðum í gegnum aðra aðila en Laugarásbíó

Þegar Laugarásbíó vinnur með persónuupplýsingar viðskiptavina telst fyrirtækið vera ábyrgðaraðili viðkomandi persónuupplýsinga. Í þeim tilfellum þar sem aðrir söluaðillar, þjónustuaðilar, t.d. sölusíður fyrir bíómiða veita hluta af þjónustunni eru þeir aðskildir ábyrgðaraðilar. Viðskiptavinum er bent á að kynna sér persónuverndarstefnur þessara aðila í gegnum þeirra heimasíður.

 

Geymsla persónuverndarupplýsinga

Laugarásbíó leitar öruggra leiða til að geyma og vernda persónuupplýsingar.

Laugarásbíó veitir upplýsingar um þau gögn sem safnað er og til hvers þau eru notuð, sé óskað eftir því.

Laugarásbíó nýtir upplýsingar sem viðskiptavinir veita með þeim hætti sem lýst er í persónuverndarstefnu. Upplýsingar eru fyrst og fremst notaðar til að veita viðskiptavinum þá þjónustu sem þeir hafa óskað eftir og bæta upplifun viðskiptavina Laugarásbíó.

Laugarásbíó nýtir upplýsingarnar til að bjóða viðskiptavinum viðeigandi tilboð. Laugarásbíó mun ekki senda viðskiptavinum sem óska þess að láta taka sig af listum markaðsefni. Við áskiljum okkur hins vegar rétt til þess að senda viðskiptavinum mikilvægar upplýsingar og uppfærslur á vörum eða þjónustu sem eru í boði á hverjum tíma. Dæmi um slíkar sendingar eru breytingar og eða minna á sýningartíma.

Viðskiptavinir geta haft samband með því að senda tölvupóst á netfangið laugarasbio@laugarasbio.is ef þeir vilja óska eftir frekari upplýsingum um persónuvernd hjá Laugarásbíó.

 

Markaðsefni

Þegar viðskiptavinir senda Laugarásbíó upplýsingar beint er mögulega spurt hvort viðskiptavinir vilja fá sent markaðsefni. Laugarásbíó virðir óskir viðskiptavina um hvort þeir vilji fá sent markaðsefni og með hvaða hætti þeir vilja fá það sent.

Viðskipitavinir sem hafa skráð sig á lista geta auðveldlega skipt um skoðun hvenær sem er og tekið sig af lista yfir þá sem eru samþykkir að fá slíkt efni.

Viðskiptavinir geta haft samband í gegnum netfangið laugarasbio@laugarasbio.is til að óska eftir að þeir veðri teknir út af listum og hætti að fá markaðsefni frá okkur. Þá er gefinn kostur á að skrá sig úr áskrift að frekara markaðsefni í öllum markaðssamskiptum sem send eru í tölvupósti.

Hafi viðskiptavinur óskað eftir því að fá ekki sent markaðsefni frá Laugarásbíó munum við halda eftir persónuupplýsingum til að geta farið eftir óskum um að viðkomandi fái ekki sent slíkt efni.