Ný viðmið í bíóupplifun

Allt frá upphafi hefur Laugarásbíó lagt mikinn metnað í að bjóða bíógestum upp á fullkomnustu tækni hvers  tíma í mynd, hljóði og öðrum búnaði sem viðkemur sýningu kvikmynda.

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Laugarásbíói og hafa gagngerar breytingar verið gerðar á bíóinu. Með breytingunum skipar Laugarásbíó sér á pall með bestu kvikmyndahúsum heims, en allir salir eru nýir og endurbættir og skarta nú hágæðasætum sem enginn verður svikinn af. Bíógestir okkar munu nú njóta bestu mögulegra gæða í sætum, hljóði og mynd.
 
Flaggskip kvikmyndahússins er nýr AXL-salur, sem er einn fullkomnasti bíósalur í heimi.  AXL stendur fyrir Atmos-Luxury-Laser og endurspeglar það sem salurinn býður upp á.

ATMOS: Dolby Atmos er eitt þróaðasta hljóðkerfið á markaðinum í dag, en það skilar flæðandi hljómi sem hægt er að staðsetja af nákvæmni og færa til hvert sem er í þrívíðu rými. Áhorfendur njóta sýningarinnar í kraftmiklum hljómi sem gefur umlykjandi og tilfinningaþrungna upplifun. 

LUXURY:  Hágæða lúxussæti, sem þekkjast ekki annars staðar á landinu og meira fótarými. Það má til gamans geta að á fremsta bekknum í AXL-salnum eru rafmagnshægindastólar með fótskemli sem ekki þarf að greiða aukalega fyrir.

LASER: Með Barco 4K Laser-myndvarpa býðst Íslendingum ein fullkomnasta sýningartækni sem fáanleg er í heiminum. Með henni fást ein fullkomnustu myndgæði og skerpa sem völ er á.  

Laugarásbíó er stolt af þessari nýjustu andlitslyftingu, enda bíóið nú orðið leiðandi á Íslandi í tækni og þægindum!