VOLAÐA LAND

VOLAÐA LAND

Leikstjóri: Hlynur Pálmason
Handritshöfundur: Hlynur Pálmason
Helstu leikarar: Ingvar E. Sigurðsson, Elliott Crosset Hove, Victoria Carmen Sonne, Ída Mekkín Hlynsdóttir, Jacob Ulrik Lohmann, Hilmar Guðjónsson
Tegund myndar: Drama
Lengd: 138 mín.

Volaða Land er stórbrotin saga af baráttu manns við náttúruna, trúna og sitt dýrslega eðli. Undir lok 19. aldar ferðast ungur danskur prestur til Íslands í þeim tilgangi að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði.