| Leikstjóri: | |
| Handritshöfundur: | |
| Helstu leikarar: | |
| Tegund myndar: | Drama |
| Lengd: | 40 mín. |
Fjórir nemendur tíunda bekk í Laugalækjarskóla unnu heimildarmynd um þátttöku skólans í hæfileika- og sviðslistakeppninni Skrekk 2021. Myndin fjallar almennt um ferðalag Laugalækjarskóla frá fyrstu æfingu fram í sýningu í Borgarleikhúsinu. Markmið myndarinnar er að sýna hvað Skrekkur er mikilvægur fyrir menningu unglinga í Reykjavík og hvað hann hefur mikil áhrif á þá persónulega, á sjálfsmynd og félagsleg tengsl.
Að myndinni standa fjórir vinir sem í fyrra unnu stuttmyndasamkeppnina Töku með myndina Mjólk en hana er hægt að finna á vefnum UngRUV.is. Kári, einn meðlimur hópsins gerði sambærilega mynd um þátttöku Laugalækjarskóla í undanúrslitakvöldi Skrekks 2020.