Sisu 2

Sisu 2

Leikstjóri: Jalmari Helander
Handritshöfundur: Jalmari Helander
Helstu leikarar: Jorma Tommila
Tegund myndar: Spenna
Lengd: 110 mín.
Frumsýnd 27. November 2025

"Maðurinn sem neitar að deyja" snýr aftur að húsinu þar sem fjölskylda hans var myrt á hrottalegan hátt í stríðinu. Hann rífur húsið niður, hleður því á vörubíl og er staðráðinn í að endurbyggja það á öruggum stað þeim til heiðurs. Þegar herforingi Rauða hersins, sem myrti fjölskyldu mannsins, snýr aftur, harðákveðinn í að ljúka verkinu, hefst vægðarlaus og stórbrotinn eltingaleikur þvert yfir landið – uppgjör upp á líf og dauða.