Leikstjóri: | Hrafnhildur Gunnarsdóttir |
Handritshöfundur: | Hrafnhildur Gunnarsdóttir |
Helstu leikarar: | Sigurbjörn Bárðarson |
Tegund myndar: | Heimildarmynd |
Lengd: | 76 mín. |
Sigurbjörn Bárðarson er þjóðsagnarpersóna í lifanda lífi og einn verðlaunaðasti íþróttamaður íslenskrar íþróttasögu. Hann hóf ferilinn ungur með tvær hendur tómar en var fljótur að læra af hestaköllum og bílabröskurum hvernig hann ætti að ná árangri og standa á toppnum.
Sigurvilji er mynd af miklum sigurvegara, dýravini og baráttumanni sem hefur áratugum saman verið í fremstu röð af eigin verðleikum.