Minecraft: The Movie

Minecraft: The Movie

Leikstjóri: Jared Hess
Handritshöfundur: Jared Hess
Helstu leikarar: Emma Myers
Tegund myndar: Gaman
Lengd: 120 mín.
Frumsýnd 2. apríl 2025

Velkomin í Minecraft heiminn þar sem sköpunargáfan hjálpar þér ekki aðeins að skapa, heldur er þér lífsnauðsynleg! Fjórar ólíkar persónur, Garrett "The Garbage Man" Garrison, Henry, Natalie og Dawn dragast skyndilega inn um dularfull hlið inn í Overworld: undarlegt kubba-ævintýraland sem lifir á ímyndunarafli. Til að ná að komast aftur heim þá þurfa þau að læra á þennan heim og vernda hann gegn illum öflum eins og Piglins og Uppvakningum. Einnig þurfa þau að fara í töfraferð með nýjum smiði, Steve. Saman mun ævintýrið reynast mikil áskorun fyrir hina skapandi eiginleika hvers og eins - sömu eiginleika og þau nota í raunheimum.