Will, lítill geithafur með stóra drauma, fær einstakt tækifæri til að ganga til liðs við atvinnumennina og spila körfubolta með hröðustu og grimmustu dýrum í heimi. Nýju liðsfélagar Will eru ekki hrifnir af því að hafa lítinn geithafur í liðinu, en Will er ákveðinn í að bylta íþróttinni og sanna að margur er knár þótt hann sé smár.