Leikstjóri: | Denis Villeneuve |
Handritshöfundur: | Frank Herbert |
Helstu leikarar: | Timothée Chalamet, Zendaya Coleman, Rebecca Ferguson, Austin Butler, Florence Pugh |
Tegund myndar: | Spenna |
Lengd: | 320 mín. |
Sérstök tvöföld sýning þar sem við sýnum bæði Dune (2021) og Dune: Part Two (2024) með stuttu hléi á milli kvikmynda.
Dune fjallar um Paul Atreides, fjölskyldu hans og baráttu þeirra við Harkonnen-ættina um plánetuna Arrakis, sem einnig kallast Dune. Sagan gerist í ítarlegum söguheimi. Heilar mannfólks eru þjálfaðir í að framkvæma gífurlega flókna útreikninga og menn hafa náð mun meiri stjórn á hugsunum sínum og líkömum. Á plánetunni Arrakkis finnst Kryddið svonefnda, sem gerir mönnum kleift að efla heila sína enn frekar og meðal annars stýra geimskipum langar vegalengdir. Plánetum í þessum söguheimi er stjórnað af aðalsættum og þeim er stýrt af keisara. Atreides-ættin tekur við stjórn Arrakis af Harkonnen-ættinni að skipan keisarans og á Leto Atreides að auka framleiðslu krydds en keisaraveldið stendur og fellur með því að tryggja framleiðslu efnisins.