Birta

Birta

Leikstjóri: Bragi Þór Hinriksson
Handritshöfundur: Helga Arnardóttir
Helstu leikarar: Salka Sól Eyfeld, Bjarni Snæbjörnsson, Margrét Ákadóttir
Tegund myndar: Fjölskyldumynd
Lengd: 85 mín.

Sagan gerist í neðra Breiðholti og fjallar um Birtu Bjarkadóttur 11 ára. Hún heyrir fyrir slysni einstæða móður sína, sem vinnur myrkrana á milli sem hjúkrunarfræðingur til að ná endum saman, segja við vinkonu í símann að hún hafi ekki efni á að halda jól. Hún þurfi að minnsta kosti hundrað þúsund krónur til að geta haldið mannsæmandi jólahátíð fyrir stelpurnar sínar. Birta tekur þessum fréttum bókstaflega og ákveður að reyna bjarga jólunum fyrir mömmu og litlu systur sína Kötu sem er sex ára. Birta reynir margar leiðir til að hjálpa mömmu sinni án hennar vitneskju að afla fjár en kemst fljótt að því að það er alls ekkert einfalt mál að vinna sér inn pening, hvað þá þegar maður er ellefu ára.